Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn einn stórleikur Loga
Fimmtudagur 2. nóvember 2006 kl. 00:58

Enn einn stórleikur Loga

Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson fór enn og einu sinni á kostum fyrir lið sitt ToPo í Finnlandi þegar hann skoraði 37 stig í framlengdum sigurleik gegn Espoon Honka í kvöld.

Logi fór á kostum í framlengingunni þar sem hann gerði 16 stig (af 18 stigum ToPo), en lokatölur urðu 95-86. Eins og lesendurVíkurfrétta hafa séð er Logi að gera afar góða hluti í þessari sterku deild og er stigahæsti leikmaður liðsins og í öðru sæti í allri deildinni með 20,9 stig að meðaltali í leik, að því er fram kemur á kki.is.

Eftirfarandi samantekt á leik Loga er af kki.is:

Logi skoraði aðeins 6 stig í fyrri hálfleik (ekkert í 1. leikhluta) og eftir þrjá fyrstu leikhlutana var hann aðeins búinn að hitta úr 3 af 12 skotum sínum og skora 11 stig. Eftir 3 leikhluta var staðan 57-54 fyrir Topo. Síðustu 15 mínútur leiksins voru hinsvegar skotsýning að hálfu okkar manns sem skoraði þá 26 af 38 stigum Topo og nýtti 8 af síðustu 9 skotum sínum í leiknum. Espoon Honka tryggði sér framlengingu með því að skora þriggja stiga körfu fjórum sekúndum fyrir leikslok.

Einu stig Topo sem Logi skoraði ekki í framlengingunni voru tvö víti sem Ville Tuominen setti niður þegar Logi var búinn að skora 14 fyrstu stig liðsins í framlengingunni. Logi var þá búinn að koma sínu liði sjö stigum yfir, 91-84. Logi endaði leikinn með 37 stig þar sem að hann nýtti 7 af 14 tveggja stiga skotum sínum, setti niður 4 af 7 þriggja stiga skotum og nýtti 11 af 13 vítum sínum. Logi spilaði í samtals 36 mínútur af þeim 45 sem voru í boði.

Hér má sjá tölfræði leiksins

VF-mynd/Jón Björn: Logi í leik með landsliði Íslands gegn Lúxemburg 

 

www.kki.is

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024