Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn einn sigur Þróttara
Viktor Smári Segatta skoraði tvö marka Þróttar en eitt var sjálfsmark. Mynd af heimasíðu Þróttar, throtturvogum.is
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 24. ágúst 2020 kl. 15:39

Enn einn sigur Þróttara

Þróttur er ekkert á því að gefa eftir í 2. deild karla í knattspyrnu. Eftir sannfærandi 3:0 sigur á Dalvík/Reyni í gær sitja Þróttarar í öðru sæti deildarinnar með 22 stig að loknum ellefu leikjum, jafnir Selfossi að stigum en með betra markahlutfall.

Það var Viktor Smári Segatta sem skoraði í tvígang (34’ og 88’) og eitt markið var sjálfsmark (81’).

Þróttur hefur ekki tapað leik síðan í þriðju umferð er þeir töpuðu gegn Haukum á heimavelli (1:2), síðan hefur leiðin legið upp á við og þeir stefna ótrauðir á sæti í Lengjudeildinni að ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á heimasíðu Þróttar má sjá myndaveislu úr leiknum.