Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn einn heiðurstitillinn til Birnu
Mánudagur 3. janúar 2005 kl. 15:32

Enn einn heiðurstitillinn til Birnu

Birna Valgarðsdóttir, körfuknattleikskona úr Keflavík, hefur verið prýdd enn einum sæmdartitlinum þar sem hún var valin körfuknattleikskona ársins 2004 af Körfuknattleikssambandi Íslands. Birna hlaut einnig titlana íþróttamaður Keflavíkur og íþróttamaður Reykjanesbæjar.

Birna vann alla fimm titla sem í boði voru hér á landi með Keflavík og var í aðalhlutverki hjá landsliðinu sem stóð sig afar vel í ár. Birna er einum leik frá því að jafna landsleikjamet Önnu Maríu Sveinsdóttur.

Birna hefur einu sinni áður hlotið þennan titil, árið 2002.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024