Enn ein rósin í hnappagat Elvars
Valinn í lið ársins af þjálfurum háskólaboltans
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur verið valinn valinn í lið ársins í suðurhluta NABC-deildarinnar í bandaríska háskólakörfuboltanum, en liðið er valið af þjálfurum úr öllum deildum háskólaboltans. Elvar lék frábærlega í vetur og er þetta enn ein rósin í hnappagat bakvarðarins, sem valinn var í lið vikunnar þrisvar auk þess að landa sæti í liði ársins í sinni deild. Elvar skoraði 17,4 stig að meðaltali og gaf 7,7 stoðsendingar í leik. Í þeim tölfræðiflokki varð hann fimmti á landsvísu.