Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Enn ein markaveislan hjá Grindvíkingum
Fimmtudagur 21. júlí 2016 kl. 22:43

Enn ein markaveislan hjá Grindvíkingum

Eru tveimur stigum frá toppnum eftir 0-4 sigur á Haukum

Grindvíkingar hafa skorað allra liða mest í 1. deild karla í fótbolta en þeir héldu uppteknum hætti í kvöld þegar þeir lögðu Hauka 0-4 á útivelli. Alexander Veigar Þórarinsson var allt í öllu hjá þeim gulklæddu en hann skoraði tvö mörk og lagði upp hin tvö. Hann er nú markahæsti leikmaður deildarinnar.

Grindvíkingar settu tvö mörk á fyrsta korterinu og eftir það var brekkan ansi brött fyrir Hafnfirðinga. Alexander Veigar skoraði fyrst en hann lagði svo upp fyrir Juan Jimenez félaga sinn. Í upphafi síðari hálfleiks bætti Andri Rúnar Bjarnason við þriða marki Grindvíkinga áður en Alexander Veigar rak smiðshöggið með því fjórða þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar sitja nú í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KA sem á leik til góða. Sóknarleikur Grindvíkinga hefur verið glimrandi góður en þeir hafa skorað 30 mörk í 12 leikjum, þar af hafa þeir skorað fjögur mörk eða fleiri í fjórum leikjum.