Enn bíða Njarðvíkingar eftir sigri
Reynismenn lágu heima
Njarðvíkingum tókst ekki að innbyrða sinn fyrsta sigur í 2. deild karla í knattspyrnu þegar liðið sótti Aftureldingu heim í gær. Njarðvíkingar töpuðu 1-3 en liðið hefur aðeins eitt stig eftir átta leiki.
Njarðvíkingar náðu forystunni eftir tíu mínútna leik en þar var á ferðinni Björn Axel Guðjónsson. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum áður en fyrri hálfleik lauk. Þriðja mark Aftureldingar kom svo um miðjan síðari hálfleik.
Reynismenn fengu svo ÍR í heimsókn í Sandgerði en þar höfðu gestirnir öruggan 0-3 sigur. Tvö marka ÍR-inga komu undir lok leiksins. Sandgerðingar hafa fimm stig það sem af er sumri og sitja í tíunda sæti 2. deildar.