Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn bíða Njarðvíkingar eftir sigri
Laugardagur 28. júní 2014 kl. 09:54

Enn bíða Njarðvíkingar eftir sigri

Reynismenn lágu heima

Njarðvíkingum tókst ekki að innbyrða sinn fyrsta sigur í 2. deild karla í knattspyrnu þegar liðið sótti Aftureldingu heim í gær. Njarðvíkingar töpuðu 1-3 en liðið hefur aðeins eitt stig eftir átta leiki.

Njarðvíkingar náðu forystunni eftir tíu mínútna leik en þar var á ferðinni Björn Axel Guðjónsson. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum áður en fyrri hálfleik lauk. Þriðja mark Aftureldingar kom svo um miðjan síðari hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reynismenn fengu svo ÍR í heimsókn í Sandgerði en þar höfðu gestirnir öruggan 0-3 sigur. Tvö marka ÍR-inga komu undir lok leiksins. Sandgerðingar hafa fimm stig það sem af er sumri og sitja í tíunda sæti 2. deildar.

Staðan í deild