Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Enn bíða Keflvíkingar eftir sigri
Jóhann Birnir skoraði mark Keflvíkinga með skalla.
Mánudagur 25. ágúst 2014 kl. 19:58

Enn bíða Keflvíkingar eftir sigri

Jafntefli gegn Fjölni

Keflvíkingar gerðu 1-1 jafntefli gegn Fjölni á útivelli þegar liðin mættust í Pepsi-deild karla í kvöld. Það var Jóhann Birnir Guðmundsson sem skoraði mark Keflvíkinga með skalla strax á þriðju mínútu leiksins en Fjölnismenn jöfnuðu þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Þar við sat og ljóst að Keflvíkingar náðu ekki að krækja í sinn fyrsta deildarsigur síðan þann 22. júní. Þá vannst 2-4 sigur á Fylki á útivelli. Síðan hafa Keflvíkingar tapað fjórum leikjum og gert fjögur jafntefli.

Næsti leikur liðsins er gegn Fram á heimavelli þann 31. ágúst en fimm umferðir eru eftir í Pepsi deildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikir sem Keflavík á eftir:

Fram (heima)

Stjarnan (útivelli)

Fylkir (heima)

ÍBV (útivelli)

Víkingar (heima)