Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Enn af vítanýtingunni
Laugardagur 6. janúar 2007 kl. 18:04

Enn af vítanýtingunni

Grindvíkingar töpuðu nokkuð óvænt gegn botnliði Fjölnis í Iceland Express deild karla í gærkvöldi. Lokatölur leiksins voru 78-85 en sá stigamunur er einmitt sá fjöldi víta sem Grindvíkingar brenddu af í gær.

Á föstudag greindum við frá því að Friðrik Stefánsson hefði aðeins hitt úr fjórum af tólf vítum sínum gegn ÍR þegar Njarðvík hafði betur gegn ÍR 100-85 í Ljónagryfjunni.

Grindavíkurliðið bætti um betur í gærkvöldi og hitti aðeins úr 3 af 10 vítaskotum sínum í leiknum. Grindavík fékk 10 vítaskot í leiknum og af þeim 10 tók hinn þaulreyndi Páll Kristinsson fjögur víti og brenndi af þeim öllum. Calvin Clemmons hitti aðeins úr einu af fjórum vítaskotum sínum en Steven Thomas sá sóma sinn í því að skora úr báðum vítaskotunum sínum.

Svo virðist sem Suðurnesjamenn séu ekki að verja nægilega miklum tíma við vítalínuna á æfingum en eins og sést á vítunum í leik Grindavíkur og Fjölnis geta þau gert gæfu muninn.

 

VF-mynd/ Páll Kristinsson í leik gegn Keflavík fyrir skemmstu. Páll misnotaði öll fjögur vítaskotin sín í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024