Enn af ævintýrum Guðjóns
Ekkert hefur enn komið í ljós í þjálfaramálum karlaliða Keflavíkur og Grindavíkur í knattspyrnu en Guðjón Þórðarson var sterklega orðaður við Grindvíkinga á dögunum. Samkvæmt vefsíðunni sport.is er Guðjón einnig sterklega orðaður við Keflavík sem næsti þjálfari liðsin en Guðjón á fund á morgun með bresku knattspyrnuliði og mál hans fara brátt að skýrast.
Rúnar Arnarsson formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur neitar því að Guðjón og Keflavík séu á leið í eina sæng. „Við höfðum samband við Guðjón fyrir nokkrum vikum síðan og þreifuðum á málinu við hann en hann er erlendis núna og við bíðum bara rólegir eftir að hans mál skýrist þar. Við erum að leita okkur að þjálfara en það eru engar viðræður í gangi í augnablikinu við Guðjón,“ sagði Rúnar í samtali við Víkurfréttir.
Rúnar Arnarsson formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur neitar því að Guðjón og Keflavík séu á leið í eina sæng. „Við höfðum samband við Guðjón fyrir nokkrum vikum síðan og þreifuðum á málinu við hann en hann er erlendis núna og við bíðum bara rólegir eftir að hans mál skýrist þar. Við erum að leita okkur að þjálfara en það eru engar viðræður í gangi í augnablikinu við Guðjón,“ sagði Rúnar í samtali við Víkurfréttir.