Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Enn á toppnum eftir heimasigur
Mánudagur 13. febrúar 2006 kl. 17:39

Enn á toppnum eftir heimasigur

Njarðvíkingar eru enn á toppi Iceland-Expressdeildar karla eftir öruggan sigur á ÍR í gær, 88-71.

Njarðvíkingar voru allan tímann með stjórn á leiknum, en misstu þó einbeitinguna í sóknarleiknum um miðjan þriðja leikhluta þar sem ÍR minnkaði muninn allt niður í 2 stig, 52-50. Staðan í hálfleik var 42-36, en fyrir lokasprettinn var forskot heimamanna 8 stig, 59-51.

Þar tóku Njarðvíkingar öll völd og náðu mest 20 stiga forskoti og var sigurinn aldrei í hættu.

Jeb Ivey var stigahæstur Njarðvíkinga með 29 stig. Friðrik Stefánsson átti einnig mjög góðan leik með 20 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Þá var Guðmundur Jónsson drjúgur, sérstaklega í seinni hálfleik, og lauk leik með 17 stig.

Hjá ÍR var Theo Dixon stigahæstur með 26 stig, en Fannar Helgason kom honum næstur með 11 stig.

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarvíkinga, sagðist nokkuð sáttur við leik sinna manna. „Við vorum lengst af að spila góða vörn og þó við misstum einbeitiguna í sóknarleiknum um tíma í seinni hálfleik var sigurinn aldrei í hættu. Þetta var bara spurning um þolinmæði og þeir brotnuðu nður undir lokin. Nú eru 10 dagar fram að næsta leik þannig að við ætlum að nota þann tíma vel til að hlaða rafhlöðurnar.“

Tölfræði leiksins
Staðan í deildinni

VF-mynd/Þorgils
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024