„Enginn þarf að elda í kvöld!“
Hamborgaraveisla fyrir leikinn gegn FH.
Eins og áður hefur komið fram fer fram í kvöld stórleikur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, þegar FH-ingar mæta í heimsókn á Nettóvöllinn.
Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur segir að félagsheimilið verði opnað kl. 19:00 og stuðningsmönnum verði boðið verði upp á grillaða hamborgara. Kristján þjálfari mun mæta um 40 mínútum fyrir leik og segja nokkur vel valin orð. Allir eru velkomnir!