Enginn Færeyingur til Keflavíkur!
Orðrómur þess efnis að knattspyrnulið Keflavíkur hyggist styrkja hóp sinn með færeyskum vinstri bakverði á ekki við rök að styðjast.
Fréttinni var slegið upp á vefsíðunni fotbolti.net og var þar látið í veðri vaka að leikmaðurinn væri væntanlegur til landsins um helgina.
Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildarinnar, vísar þessum staðhæfingum frá og segir að þrátt fyrir að þeir hefðu augun opin fyrir leikmönnum til að auka breidd hópsins hefðu þeir ekki litið til Færeyja í því sambandi.
Fréttinni var slegið upp á vefsíðunni fotbolti.net og var þar látið í veðri vaka að leikmaðurinn væri væntanlegur til landsins um helgina.
Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildarinnar, vísar þessum staðhæfingum frá og segir að þrátt fyrir að þeir hefðu augun opin fyrir leikmönnum til að auka breidd hópsins hefðu þeir ekki litið til Færeyja í því sambandi.