Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðjudagur 27. febrúar 2001 kl. 07:15

Enginn bikar á Suðurnesin þetta árið

Fulltrúi okkar í bikarúrslitum KKÍ, kvennalið Keflavíkur, reið ekki feitum hesti heim í hlað úr Laugardagshöllinni því þær töpuðu 76-58 í leik sem var búinn í hálfleik.Leynivopn KR-inga, hin bandaríska Heather Corby, kom sá og sigraði. Hún tók Erlu Þorsteinsdóttur nett í bakaríið (28% skotnýting og 6 fráköst), skoraði 35 stig, tók 17 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og varði 6 skot en það var ekki eini munurinn á liðunum því Vesturbæingar voru sterkari á öllum sviðum og höfðu heppnina í fararnesti að auki. Þær voru fljótari í alla bolta og það var varla frákast sem ekki datt á hentugan stað á meðan Keflvíkingum virtist fyrirmunað að setja knöttinn í körfuna úr auðveldustu færum. Brooke Shwartz (30 stig,14 fráköst) og Svava Stefánsdóttir voru einu björtu punktarnir í leik Keflvíkinga en Birna, Kristín og Marín voru týndar langtímum saman og viljast eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Nú þurfa Keflavíkurstúlkur að sópa upp leyfunum af sjálfstraustinu af Laugardalshallargólfinu og gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum en úrslitaleikurinn í deildarkeppninni verður 3. mars næstkomandi þegar nýkrýndir bikarmeistarar KR mæta í heimsókn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024