Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Enginn bikar á loft í Keflavík í dag
  • Enginn bikar á loft í Keflavík í dag
Laugardagur 16. september 2017 kl. 17:57

Enginn bikar á loft í Keflavík í dag

Sigur Keflavíkur og Fram í dag dugði ekki til sigurs í Inkasso-deildinni og að Keflavík fengi afhentan Íslandsbikarinn. Fylkir vann á sama tíma stórsigur á Haukum í Hafnarfirði og nú skilur eitt stig á milli Keflavíkur og Fylkis. Keflvíkingar á toppnum fyrir síðustu umferðinna í Inkasso-deildinni með 46 stig en Fylkir í 2. sæti, stigi neðar. Keflvíkingar verða því að fara með sigur af hólmi í næsta leik  gegn HK í Kópavogi til að verða Íslandsmeistarar í 1. deildinni.

Það var blautur leikur á Nettóvellinum í Keflavík í dag þar sem Keflvíkingar tóku á móti Fram. Fyrsta og eina mark leiksins kom á 4. mínútu en þarð skoraði Adam Árni Róbertsson.

Íslandsbikarinn var kominn til Keflavíkur fyrir leik. Tveir bikarar komu til Reykjanesbæjar úr höfuðstöðvum KSÍ. Annar þeirra fór á loft í Njarðvík, hinn fór aftur með fulltrúa KSÍ til Reykjavíkur og bíður afhendingar til næstu helgar.

Myndirnar úr leiknum tók Páll Ketilsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024