Engin vandræði fyrir vestan
Öruggur sigur hjá Grindvíkingum
Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi ekki komist vestur á Ísafjörð í gær sökum veðurs þá létu þeir það ekki á sig fá. Leikur Grindavíkur og KFÍ í Dominos-deild karla í körfubolta fór fram í dag á Ísafirði og fóru Íslandsmeistarar Grindavíkur með öruggan sigur af hólmi. Lokatölur urðu 96-122 en Grindvíkingar gerðu út um leikinn í seinni hálfleik. Þá skoruðu þeir alls 67 stig gegn 51 frá heimamönnum. Nýi erlendi leikmaðurinn í liði Gridvíkinga, Earnest Lewis Clinch Jr, átti frábæran leik en hann skoraði 38 stig og gaf átta stoðsendingar í leiknum. Jóhann Árni Ólafsson skoraði svo 30 stig á rétt rúmum 20 mínútum.
Grindvíkingar eru í fjórða sæti deildarinnar með 10 eftir sigurinn í kvöld.
KFI-Grindavík 96-122 (27-33, 28-23, 26-43, 15-23)
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 38/8 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 30, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/7 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 8, Jón Axel Guðmundsson 8/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Hilmir Kristjánsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2.