Engin óskabyrjun hjá lærisveinum Atla
Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, Atli Eðvaldsson hefði sjálfsagt viljað hefja Íslandsmótið í 2. deildinni í fótbolta betur en með tapi á heimavelli. Sandgerðingar sem leika undir stjórn Atla þurftu að sætta sig við 3-1 tap á heimavelli í dag gegn Dalvík/Reyni. Gestirnir komust í 3-0 en það var svo Gunnar Wigelund sem skoraði fyrir Reyni Sandgerði undir lokin.