EM spekingar: Ingvar tryggir okkur í átta liða úrslit
Guðjón Árni ætlar að bregða sér til Frakklands
Guðjón Árni Antoníusson leikmaður Keflvíkinga ætlar að bregða sér til Frakklands ásamt góðum félögum úr Garðinum sem kalla sig Teboðið. Hann spáir því að Ísland komist alla leið í átta liða úrslitin en hann hefur ákveðið að horfa á leikina alla á mismunandi og fjölbreyttum stöðum.
Hverjir vinna EM?
Frakkarnir taka þetta á heimavelli!
Hvaða veitingar/drykki ertu að vinna með yfir leikjum íslenska liðsins?
Ískalt vatn og ávaxtabakka. Jafnvel grillaða burgera.
Hvernig munu Suðurnesjamennirnir standa sig á mótinu?
Arnór stendur sig vel enda algjör toppdrengur sem er svo sannarlega að springa út.
Ingvar skilar sínu og vel það þegar hann kemur inn á í 16-liða úrslitum og tryggir okkur inn í 8-liða úrslit gegn Frökkum.
Hvernig finnst þér nýi búningurinn hjá landsliðinu?
Búningurinn er geggjaður. Læt sauma einn á mig!
Hvar á að horfa á leikina og með hverjum?
Ég tek leikinn gegn Portúgal með fjölskyldunni. Ungverjalands leikinn með Teboðinu í Marseille.
Leikinn gegn Austurríki í Skrúðgarðinum með tugum þúsunda Suðurnesjamanna. 16 liða úrslitin mun ég sjá í IKEA en það verður Ísland-Svíþjóð. Það er svo óákveðið hvar ég horfi á 8-liða úrslitin gegn Frakklandi, en þar mun ævintýrið því miður enda.