Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

EM spekingar: Hefur tröllatrú á strákunum
Kristrún nældi sér í nýju treyjuna.
Mánudagur 13. júní 2016 kl. 06:24

EM spekingar: Hefur tröllatrú á strákunum

Kristrún Ýr Holm telur að Íslandi fari í 8-liða úrslit

Krisrtún Ýr Holm hefur farið vel af stað með ungu Keflavíkurliði í 1. deild kvenna. Hún hefur tröllatrú á íslenska liðinu á EM og býst við að þeir fari upp úr riðlinum. Hún er spennt fyrir keppninni og ætlar að sjálfsögðu að gera sér glaðan dag og horfa á leikina með fjölskyldu og vinum.

Hverjir vinna EM?
Ég hef fulla trú á íslenska landsliðinu en annars hef ég alltaf verið mikill aðdáandi Þjóðverja þegar kemur að stórmótum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaða veitingar/drykki ertu að vinna með yfir leikjum íslenska liðsins?
Ætli það sé ekki bara Coke og pipar Nóakropp.

Hvernig munu Suðurnesjamennirnir standa sig á mótinu?
Ég tel að þeir eiga eftir að standa sig með prýði enda klassa drengir.

Hvernig finnst þér nýi búningurinn hjá landsliðinu?
Mér finnst landsliðsbúningurinn rosalega flottur. Maður getur ekki farið inn í EM án landsliðstreyju svo ég fjárfesti í einni á vináttuleik Íslands gegn Liechtenstein síðasta mánudag.

Hvar á að horfa á leikina og með hverjum?
Ég mun líklega horfa á leikina heima ásamt fjölskyldu og vinum og ég hef tröllatrú á strákunum. Tel ég að við munum allvega komast í 8-liða úrslit, vonandi lengra.