Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

EM í golfi: Örn Ævar sigraði í sinni viðureign
Fimmtudagur 5. júlí 2007 kl. 17:32

EM í golfi: Örn Ævar sigraði í sinni viðureign

Örn Ævar Hjartarson, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja, sigraði Tyrkjann Gencer Ozcan 4/2, þ.e.a.s. átti 4 holur þegar tvær voru eftir í viðureign Íslands og Tyrklands á EM áhugamanna í golfi, sem fer nú fram í Skotlandi. Ísland hafði sigur í viðureigninni, 3/2.

Íslenska liðið hafnaði í 19. sæti eftir höggleikinn og leikur því um 17.-20. sætið í mótinu ásamt Tyrklandi, Ítalíu og Tékkum. Ísland mætir  Ítölum á morgun.

Mynd: www.kylfingur.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024