Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar valinn í Stjörnuleik KKÍ
Fimmtudagur 5. janúar 2012 kl. 15:15

Elvar valinn í Stjörnuleik KKÍ

Stjörnuleikur KKÍ fer fram laugardaginn 14. janúar í Dalhúsum í Grafarvogi og nú liggur fyrir hvaða leikmenn skipa liðin en byrjunarliðin voru valin í netkosningu þar sem rúmlega 2200 kjósendur tóku þátt. Meðal þeirra leikmanna sem þjálfarinn Helgi Jónas Guðfinnsson valdi í lið Landsbyggðarinnar er hinn 17 ára gamli Elvar Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkinga. Elvar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir vaska framgöngu með Njarðvíkingum það sem af er vetri og farið fyrir ungu liði þeirra grænu ásamt erlendu leikmönnum liðsins. Auk Elvars er liðsfélagi hans Cameron Echols í liðinu og Ólafur Ólafsson úr Grindavík var einnig valinn á bekkinn. Áður var búið að tilkynna byrjunarliðin.

Landsbyggðarliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Byrjunarlið valið af lesendum kki.is:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Giordan Watson • Grindavík
Magnús Þór Gunnarsson • Keflavík
Jón Ólafur Jónsson • Snæfell
J‘Nathan Bullock • Grindavík
Sigurður Gunnar Þorsteinsson • Grindavík


Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari landsbyggðarliðsins hefur valið eftirfarandi leikmenn til viðbótar í lið sitt:

Darren Govens • Þór Þorlákshöfn
Guðmundur Jónsson • Þór Þorlákshöfn
Darri Hilmarsson • Þór Þorlákshöfn
Ólafur Ólafsson • Grindavík
Cameron Echols • Njarðvík
Elvar Friðriksson • Njarðvík
Svavar Birgisson • Tindastóll


Byrjunarlið Höfuðborgarsvæðiðsins valið af lesendum kki.is:

Justin Shouse • Stjarnan
Martin Hermannsson • KR
Marvin Valdimarsson • Stjarnan
Hreggviður Magnússon • KR
Nathan Walkup • Fjölnir


Teitur Örlygsson þjálfari höfuðborgarsvæðisins hefur valið eftirtalda leikmenn til viðbótar í lið sitt:

Keith Cothran • Stjarnan
Fannar Helgason • Stjarnan
Robert Jarvis • ÍR
Árni Ragnarsson • Fjölnir
Jón Sverrisson • Fjölnir
Finnur Atli Magnússon • KR
Hayward Fain • Haukar

Árni Ragnarsson er meiddur og hefur Teitur því valið Emil Þór Jóhannsson úr KR í hans stað.