Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar sá yngsti til að skora yfir 30 stig
Elvar Már í leiknum í gær gegn Snæfelli. Mynd/Karfan.is
Laugardagur 23. mars 2013 kl. 10:46

Elvar sá yngsti til að skora yfir 30 stig

- Skoraði 35 stig í tapi gegn Snæfell og bætti dagsgamalt met

Elvar Már Friðriksson setti í gær met þegar hann skoraði 35 stig í naumu tapi Njarðvíkur gegn Snæfelli í fyrstu viðureign liðanna sem fram fór í Stykkishólmi. Elvar er það með yngsti leikmaðurinn hér á landi til að skora yfir 30 stig. Tölfræðisnillingurinn Óskar Ófeigur Jónsson á Fréttablaðinu greinir frá þessu.

Martin Hermannsson úr KR setti nýtt met á fimmtudagskvöld þegar hann skoraði 33 stig en sólarhringi síðar var Elvar búinn að bæta metið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Elvar Már og Martin eru báðir fæddir árið 1994, Martin 16. september en Elvar 11. nóvember. Martin var 18 ára, 6 mánaða og 5 daga þegar hann braut 30 stiga múrinn á fimmtudagskvöld en Elvar Már var aðeins 18 ára, 4 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði 35 stig í Stykkishólmi í gærkvöldi.

Elvar Már skoraði 22 stig í fyrri hálfleiknum og var kominn með 30 stig fyrir lok þriðja leikhlutans. Honum tókst þó ekki að skora á síðustu tveimur og hálfri mínútu leiksins ekki frekar en öðrum leikmönnum Njarðvíkurliðsins og á meðan tryggði Snæfellingar sér 79-78 sigur.