Elvar sá um botnlið Blika
40 - 11 - 12 lína frá bakverðinum
Njarðvíkingar höfðu nauman sigur á botnliði Breiðabliks í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Stórleikur Elvars Más Friðrikssonar réði úrslitum en hann skoraði 40 stig, tók 11 fráköst og gaf 12 stoðsendingar í 108-103 sigri heimaliðsins í Ljónagryfjunni.
Gestirnir byrjuðu af krafti og náðu tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Njarðvíkingar náðu að jafna leika fyrir hálfleik. Jafnræði var svo með liðunum þar til á lokakafla leiksins, en Elvar Már innsiglaði þá sigurinn af vítalínunni undir lokin.
Njarðvíkingar sem fyrr á toppi deildarinnar ásamt Tindastólsmönnum.
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 40/11 fráköst/12 stoðsendingar, Jeb Ivey 17/5 stolnir, Jon Arnor Sverrisson 13/5 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 11, Mario Matasovic 10/10 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 6, Julian Rajic 4, Kristinn Pálsson 4, Logi Gunnarsson 3, Veigar Páll Alexandersson 0, Garðar Gíslason 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0.