Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar og Sunneva íþróttafólk UMFN
Sunnevar Dögg Friðriksdóttir, Svandís Gylfadóttir móðir Elvars og Ólafur Eyjólfsson formaður UMFN.
Þriðjudagur 30. desember 2014 kl. 14:28

Elvar og Sunneva íþróttafólk UMFN

Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson og sundkonan Sunneva Dögg Friðriksdóttir, voru í gær kjörin íþróttafólk UMFN árið 2014. Íþróttafólk úr öllum greinum félagsins fengu verðlaun, en þau Elvar og Sunneva þóttu skara framúr, enda hafa þau bæði átt frábær ár.

Elvar Már var fjarri góðu gamni en hann stundar nám og spilar nú körfubolta í LIU Brooklyn háskólanum í New York. Móðir hans Svandís Gylfadóttir tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Verðlaunahafa má sjá hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Glæsilegur hópur Njarðvíkinga.

Sóley Þrastardóttir Judókona UMFN

Birkir Freyr Guðbjartsson Judómaður UMFN

Sindri Freyr Arnarsson Kraftlyftingamaður UMFN

Inga María Henningsdóttir Kraftlyftingakona UMFN

Guðbjörg Jónsdóttir Þríþrautarkona UMFN

Jón Oddur Guðmundsson Þríþrautarmaður UMFN

Elvar Már Friðriksson Körfuknattleiksmaður UMFN (mynd frá því í fyrra)

Erna Hákonardóttir Körfuknattleikskona UMFN

Styrmir Gauti Fjeldsted Knattspyrnumaður UMFN. Leifur Gunnlaugsson tók við verðlaununum fyrir hans hönd.

Sunneva Dögg Friðriksdóttir Sundkona UMFN. Alexander Páll Friðriksson Sundmaður UMFN. Sunneva, sem er systir Alexanders tók við verðlaunum hans.