Elvar og Kristinn verðlaunaðir í háskólaboltanum
Elvar Már Friðriksson hefur átt magnað ár í háskólakörfuboltanum með skóla sínum Barry University í Miami. Njarðvíkingurinn gerði sér lítið fyrir og leiddi 2. deildina í stoðsendingum og sló skólamet í leiðinni yfir flestar stoðsendingar á einu tímabili. Fyrir vikið var Elvar valinn nýliði ársins hjá skólanum.
Annar Njarðvíkingur gerði það líka gott í háskólaboltanum, en Kristinn Pálsson var valinn besti fyrsta árs leikmaðurinn í Marist skólanum þar sem hann spilar í New York fylki.