Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar og Gunnar á leið í háskólaboltann í Bandaríkjunum
Elvar hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar það sem af er vetri. Ljóst er að þetta er síðsta ár hans í íslenska boltanum.
Fimmtudagur 7. nóvember 2013 kl. 10:43

Elvar og Gunnar á leið í háskólaboltann í Bandaríkjunum

Fullur námsstyrkur í boði

Elvar Már Friðriksson leikstjórnandi Njarðvíkinga og Gunnar Ólafsson bakvörður Keflvíkinga, eru hugsanlega á leið í háskólaboltann í Bandaríkjunum. Þeir héldu á dögunum til New York þar sem St. Francis háskóli var heimsóttur. Samkvæmt fregnum Karfan.is þá var þeim báðum boðinn fullur skólastyrkur þar á næsta ári.

Karfan greinir einnig frá því að Elvar hafi undir höndum tilboð frá þremur öðrum skólum.
„Ég þarf bara að gera upp hug minn í þessum efnum og hef svo sem alveg tíma til þess,“ sagði Elvar í viðtali við vefsíðuna.
 
Báðir hafa leikmennirnir verið að vekja athygli hér heima. Þá sérstaklega Elvar sem hefur stimplað sig inn sem einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar.
 
Gunnar skoraði magnaða sigurkörfu gegn Njarðvíkingum á dögunum.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024