Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar og félagar með þriðja sigurinn í röð
Föstudagur 19. desember 2014 kl. 09:35

Elvar og félagar með þriðja sigurinn í röð

Elvar Friðriksson og félagar í LIU Brooklyn skólanum unnu sinn þriðja leik í röð í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær. Elvar átti frábæran leik í 69-58 sigri, en hann skoraði 17 stig og gaf 3 stoðsendingar. Lið Brooklyn hóf leiktíðina afar illa og tapaði fyrstu sex leikjum tímabilsins. Þeir hafa nú heldur betur komist á beinu brautina.

Helstu tilþrif úr leiknum má sjá hér að neðan en þar sést Elvar m.a. setja glæsilega þriggja stiga körfu nánast frá miðjum vellinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024