Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Elvar og Bryndís í úrvalsliði KKÍ
Verðlaunahafar á lokahófinu. Mynd/KKÍ.
Laugardagur 10. maí 2014 kl. 09:15

Elvar og Bryndís í úrvalsliði KKÍ

Craion besti erlendi leikmaðurinn

Lokahóf KKÍ fór fram í gær en þar var körfuboltaárið gert upp og ýmsir aðilar verðlaunaðir fyrir góðan árangur vetrarins. Suðurnesjamenn áttu tvo fulltrúa í úrvalsliðum karla og kvenna að þessu sinni ásamt því að Michael Craion var kjörinn besti erlendi leikmaður karla.

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var einn Suðurnesjamanna í úrvalsliði karla en Elvar átti frábært tímabil með Njarðvík. Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir var eini fulltrúi Suðurnesja í úrvalsliði kvenna en hún var einn besti leikmaður deildarinnar þetta tímabil. Michael Craion hjá Keflavík var svo kjörinn besti erlendi leikmaður deildarinnar enda illviðráðanlegur í vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar má lesa um lokahófið á heimasíðu KKÍ.

Elvar Már Friðriksson.

Bryndís Guðmundsdóttir.

 

Michael Craion.