Elvar meistari með Barry skólanum
Njarðvíkingurinn með flestar stoðsendingar í deildinni
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson og liðsfélagar hans í Barry University fögnuðu í gær sigri í SSC deild bandaríska háskólakörfuboltans þegar þeir lögðu lið Eckerd 82:69. Elvar skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar í leiknum, en hann endaði sem stoðsendingahæsti leikmaður 2. deildar háskólaboltans með 8,4 stoðsendingar í leik.