Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar: Meiri harka í úrslitakeppninni
Mynd: JBÓ/Karfan
Föstudagur 4. apríl 2014 kl. 20:19

Elvar: Meiri harka í úrslitakeppninni

Vörnin lykilinn að sigrinum

Elvar Már Friðriksson leikmaður Njarðvíkinga var kátur þegar Karfan náði tali af honum eftir sigur á Grindvíkingum í Röstinni. Elvar átti flottan leik, 18 stig, 7 fráköst, 10 stoðsendingar. Leikstjórnandinn ræddi nokkuð um vörnina og að hún hefði verið lykillinn að sigri Njarðvíkinga í kvöld. „Við fórum í svæði og fórum fyrir vikið að skora auðveldari körfur á hinum enda vallarins og þá fór þetta að ganga hjá okkur,“ sagði Elvar Már. „Menn leggja upp með góða vörn í úrslitakeppninni og því ekki skrýtið að það sé minna skorað,“ bætti hann við. Elvar býst við blóðugri baráttu í næsta leik þar sem bæði lið mæta væntanlega brjáluð til leiks.

Viðtalið við Elvar má sjá hér á Karfan.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024