Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar meðal þeirra 100 bestu í háskólaboltanum
Miðvikudagur 18. janúar 2017 kl. 09:48

Elvar meðal þeirra 100 bestu í háskólaboltanum

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson er einn af 100 bestu leikmönnum sem leika með minni háskólum í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Elvar sem leikur með Barry háskólanum í Miami hefur leikið glimrandi vel á tímabilinu þar sem hann hefur skorað 14,6 stig, gefið 8,1 stoðsendingar ásamt því að vera með 90% vítanýtingu. Elvar Már er í 5. sæti yfir þá leikmenn sem gefið hafa flestar stoðsendingar í háskólaboltanum í heild sinni. Listinn verður svo skorinn niður í 50 leikmenn á næstunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024