Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar með stórleik og Barry í 8-liða úrslit
Miðvikudagur 16. mars 2016 kl. 09:14

Elvar með stórleik og Barry í 8-liða úrslit

Elvar Már Friðriksson og félagar í Barry Bucs eru komnir í 8-liða úrslit í svæðisúrslitum 2. deildinni í bandaríska háskólaboltanum, eftir 87:83 sigur gegn Alabama í gær. Með sigrinum fer liðið í 8-liða úrslit landskeppninnar þar sem þeir mæta Lincoln Memorial.

Elvar fór fyrir sínu liði en hann skoraði 21 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á félaga sína. Elvar gerði gæfumuninn undir lokin þegar hann skoraði þrjár mikilvægar þriggja stiga körfur sem fóru langt með að tryggja Barry sigurinn. Næst mun liðið halda til Texas þar sem 8-liða úrslitin fara fram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024