Elvar með stórleik í háskólaboltanum
Njarðvíkingurinn Elvar Friðriksson, leikmaður Barry í háskólaboltanum í körfu átti stórleik með liðinu í gærkvöldi þegar liðið vann Eckerd háskólann í „Sweet Sixteen“ keppninni. Elvar skoraði 29 stig og lék í 34 mínútur.
Lokatölur leiksins voru 79-72 fyrir Barry og eru þeir þar með komnir í „Elite Eight“ í úrslitakeppni 2. deildar, en þar mætir Barry Ferris State frá Michingham, en Ferris hafa einungis tapað einum leik í allan vetur og verður því um hörkuleik að ræða. Leikur Barry gegn Ferris State fer fram þann 20. mars nk.
Þess má einnig geta að Elvar var valinn í úrvalslið suðurhluta bandaríkjanna í deildinni á dögunum.