Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar með stórleik í háskólaboltanum
Miðvikudagur 14. mars 2018 kl. 12:58

Elvar með stórleik í háskólaboltanum

Njarðvíkingurinn Elvar Friðriksson, leikmaður Barry í háskólaboltanum í körfu átti stórleik með liðinu í gærkvöldi þegar liðið vann Eckerd háskólann í „Sweet Sixteen“ keppninni. Elvar skoraði 29 stig og lék í 34 mínútur. 

Lokatölur leiksins voru 79-72 fyrir Barry og eru þeir þar með komnir í „Elite Eight“ í úrslitakeppni 2. deildar, en þar mætir Barry Ferris State frá Michingham, en Ferris hafa einungis tapað einum leik í allan vetur og verður því um hörkuleik að ræða. Leikur Barry gegn Ferris State fer fram þann 20. mars nk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þess má einnig geta að Elvar var valinn í úrvalslið suðurhluta bandaríkjanna í deildinni á dögunum.