Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar með flestar stoðsendingar í háskólaboltanum
Þriðjudagur 19. janúar 2016 kl. 10:32

Elvar með flestar stoðsendingar í háskólaboltanum

Fundið sig vel í Miami

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson er heldur betur að gera það gott í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum. Hann hefur gefið flestar stoðsendingar á tímabilinu í 2. deild, þar sem hann leikur með liði Barry Bucks í Miami.

Elvar er með 8,1 stoðsendingu í leik í liði sem er eitt af þeim 25 bestu liðum í 2. deild en um 300 lið eru í þeirri deild á landsvísu. Liðið hefur unnið 12 leiki en tapað þremur á tímabilinu. Elvar var sem kunnugt er í skóla LIU í New York en ákvað að breyta um umhverfi fyrir þetta tímabil og flutti sig til Miami þar sem hann hefur blómstrað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024