Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar með flestar stoðsendingar í háskólaboltanum
Þriðjudagur 19. janúar 2016 kl. 10:32

Elvar með flestar stoðsendingar í háskólaboltanum

Fundið sig vel í Miami

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson er heldur betur að gera það gott í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum. Hann hefur gefið flestar stoðsendingar á tímabilinu í 2. deild, þar sem hann leikur með liði Barry Bucks í Miami.

Elvar er með 8,1 stoðsendingu í leik í liði sem er eitt af þeim 25 bestu liðum í 2. deild en um 300 lið eru í þeirri deild á landsvísu. Liðið hefur unnið 12 leiki en tapað þremur á tímabilinu. Elvar var sem kunnugt er í skóla LIU í New York en ákvað að breyta um umhverfi fyrir þetta tímabil og flutti sig til Miami þar sem hann hefur blómstrað.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25