Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar með 46 stig í bikarleik
Miðvikudagur 22. febrúar 2012 kl. 10:40

Elvar með 46 stig í bikarleik



Drengjaflokkar Skallagríms og Njarðvíkur öttu kappi í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í gærkvöldi í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ.

Leikurinn byrjaði fjörlega og jafnt var á flestum tölum. Skallagrímsmönnum gekk illa að ráða við Elvar Már Friðriksson sem er einn af lykilmönnum í úrvalsdeildarliði Njarðvíkur. Mikið var skorað í fyrsta leikhluta og varnirnar eftir því, Njarðvík leiddi með minnsta mun 28-29 eftir 10 mínútur.

Í öðrum leikhluta mættu gestirnir grimmir til leiks og beittu svæðispressuvörn sem heimamönnum gekk illa að leysa. Varnarleikur heimamanna virkaði engan veginn og Njarvíkingar gengu á lagið, skoruðu hverja körfuna á fætur annari án þess að Borgnesingar næðu að svara. Mikið vonleysi einkenndi sóknarleik heimamanna, kerfin fengu ekki að rúlla sem skilaði sér svo í ótímabærum skotum. Gestirnir frá Njarðvík leiddu í hálfleik 40-56.

Heimamenn lögðu á ráðin í hálfleik og mættu dýrvitlausir til leiks í 3 leikhluta. Spiluðu brjálaða svæðisvörn með miklum hrópum og köllum, Elvar áðurnefndur slökkti í þeirri vörn strax á fyrstu mínútu leikhlutans með tveimur þriggja Stiga körfum langt, langt fyrir utan og breytti stöðunni í 40-62 og svo varð hún 40-74 og Njarvík búið að skora 18-0 í seinni hálfleik. Í raun kláraðist leikurinn þarna og lokatölur urðu 64-112 Njarðvíkingum í vil.

Hjá Njarðvík var títtnefndur Elvar stórkostlegur með 46 stig og frábærar sendingar á félaga sína. Oddur var með 18 og Maciek 13.

Umfjöllun Karfan.is

Mynd/VF: Elvar var sjóðandi heitur í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024