Elvar Már til liðs í Litháen
Njarðvíkingurinn og landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson er genginn til liðs við BC Šiauliai en það er lið í samnefndum bæ og er í efstu deild körfuboltans í Litháen.
Elvar lék á síðasta tímabili með meisturum Boras Basket í Svíþjóð en þar gekk honum vel.
Hann er spenntur fyrir þessu nýja verkefni og fer utan í ágúst.
„Þetta er flott lið í efstu deild sem er með frábæra aðstöðu. Litháen eru þekktir fyrir góðan körfubolta og ég er mjög spenntur að fara þangað,“ segir Elvar Már sem hefur notið íslenska sumarsins en æft mjög vel.