Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Elvar Már með veiruna – lék ekki með Antwerp Giants í gær
Elvar Már í leik með liði sínu Telenet Giants Antwerp. Mynd af Facebook-síðu Telenet Giants
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 8. janúar 2022 kl. 18:21

Elvar Már með veiruna – lék ekki með Antwerp Giants í gær

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson, leikmaður Antwerp Giants og íslenska landsliðsins í körfuknattleik, var ekki í leikmannahópi Giants í gær þar sem hann hefur greinst með kórónuveiruna.

Frá þessu greindi Antwerp Giants á heimasíðu sinni í gær þar sem kemur fram að Elvar komi til með að missa af tveimur leikjum þessa helgi vegna kórónuveirunnar, en Giants lék í gær og á leik aftur á morgun, sunnudag. Giants töpuðu í gær nágrannaslag sínum gegn Kangaroos Mechelen á útivell 79:75.

Elvar Már greindist þegar hann sneri aftur eftir jólafríið en í samtali við Víkurfréttir sagðist hann aldrei hafa fundið fyrir neinum einkennum. „Ég verð aftur kominn út á mánudag svo þetta er bara smá stund,“ sagði Elvar hinn brattasti og bætti við að þetta væri bara smá pása og hann myndi mæta ferskur til leiks aftur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Elvar Már hefur áttu frábæru gengi að fagna undanfarið og var hann t.a.m. valinn besti leikmaður litháensku deildarinnar á síðasta ári auk þess að vera valinn körfuknattleiksmaður ársins af Körfuknattleikssambandi Íslands um áramótin.

Tengdar fréttir