Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar Már með Njarðvíkingum í kvöld!
Elvar Már fer aftur í græna búninginn í kvöld
Mánudagur 9. mars 2015 kl. 15:09

Elvar Már með Njarðvíkingum í kvöld!

Ekki útilokað að hann verði með í úrslitakeppninni

Nú rétt í þessu var Gunnar Örlyggson, formaður kkd Njarðvíkur, að staðfesta að Elvar Már Friðriksson yrði á leikmannalista Njarðvíkinga i kvöld gegn Stjörnumönnum og í lokaleik liðsins í deildinni gegn Þór Þorlákshöfn en Njarðvíkingar berjast um 3. sætið í deildinni ásamt Haukum og Stjörnunni.

Elvar Már, sem stundar nám við LIU háskólann í Brooklyn samhliða því að spila körfubolta, er hér í vorfríi frá skólanum (e. spring break) og þarf ekki að tíunda frekar um hversu mikill hvalreki hann er fyrir Njarðvíkinga á þessum tímapunkti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í samtali við karfan.is  segir Elva Már að hann hafi æft með liðinu undanfarið og sé búinn að ná góðum tökum á sóknarleik liðsins. Hann er þó ekki tilbúinn að staðfesta að hann geti leikið með liðinu i úrslitakeppninni og telur það langsótt vegna námsins. Hann útilokar það þó ekki en segir að þau mál komi betur í ljós á næstunni.

Bakvarðasveit Njarðvíkinga verður því ekkert slor þessa 2 síðustu leiki tímabilsins en fyrir eru þeir Stefan Bonneau, sem hefur verið sjóðheitur í stigaskorun frá því að hann gekk til liðs við þá grænklæddu, og landsliðsbakvörðurinn Logi Gunnarsson.

Það má því búast við skemmtilegum einvígum við Stjörnubakverðina Justin Shouse og Dag Kár Jónsson á fjölum Ljónagryfjunnar í kvöld.