Elvar Már magnaður í Meistaradeildinni
Með þrefalda tvennu í sigri á Galatasaray
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti frábæran leik með gríska liðinu PAOK þegar þeir lögðu Galatasaray frá Tyrklandi 77:88 á heimavelli Tykjanna í Meistaradeildinni í körfuknattleik í gær.
Elvar var með þrefalda tvennu í leiknum en hann er einungis þriðji leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að afreka það og sá fyrsti sem nær því á útivelli. Elvar var með nítján stig í leiknum, ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar.
Elvar fer vel af stað með PAOK en hann gekk til liðs við gríska félagið í sumar. Í spilaranum hér að neðan má sjá samantekt af frammistöðu Elvars í leiknum í gær.