Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar Már íþróttamaður ársins
Mánudagur 30. apríl 2018 kl. 10:10

Elvar Már íþróttamaður ársins

Körfuknattleiksleikmaðurinn Elvar Már Friðriksson var valinn íþróttamaður ársins hjá Barry Háskólanum, ásamt því að vera íþróttamaður ársins, var hann einnig kjörinn mikilvægasti leikmaður körfuknattleiksliðsins eða MVP.

Elvar hefur lokið sínu háskólanámi í Bandaríkjunum en á árum sínum með Barry hefur hann bætt fjölmörg met en hann á flestar stoðsendingar í sögu skólans, 637 talsins en þeim árangri náði hann á þremur árum. Elvar er auk þess fimmti stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi og rauf 1000 stiga múrinn á tímabilinu. Karfan.is greinir frá þessu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024