Elvar Már innsiglaði sigur Siauliai með mikilvægum þristi
Siauliai, lið Elvars Más Friðrikssonar, lagði Juventus í úrvalsdeildinni í Litháen í fyrrakvöld, 86:90. Undir lok leiks setti Elvar Már niður mikilvægan þrist sem kom Sialiai í 86:88 og innsiglaði nánast sigurinn.
Juventus er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar í Litháen á meðan Siauliai hefur verið í því tíunda allt tímabilið. Með sigrinum er Siauliai komið í það níunda, með átta sigra og átján töp.
Elvar Már lék 29:17 mínútur og skilaði nítján stigum, þremur fráköstum, þremur stoðsendingum og enum stolnum bolta.
Á morgun er mikilvægur leikur þegar Siauliai mætir Dzukija, liðinu í sjöunda sæti.
Í spilaranum hér að neðan má sjá það helsta úr leiknum.