Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar Már fór mikinn í fyrsta sigrinum
Mánudagur 9. nóvember 2020 kl. 12:01

Elvar Már fór mikinn í fyrsta sigrinum

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fór mikinn með félögum sínum í litháenska liðinu Siauliai þegar það vann sinn fyrsta sigur í deildinni þar ytra í gær.

Elvar Már átti stórleik og skoraði 21 stig, gaf tólf stoðsendingar og reif niður 5 fráköst. Njarðvíkingurinn hefur leikið vel í upphafi móts þó liðinu hafi ekki gengið nógu vel. Hann hefur skorað 17 stig og gefið 8 stoðsendingar að meðaltali í vetur. Það er á brattann að sækja hjá Siauliai því liðið er í neðsta sæti með einn sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024