Elvar Már á leið í atvinnumennsku
Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson hefur skrifað undir samning við liðið Denain Voltaire sem er í næst efstu deild í Frakklandi. Njarðvíkingurinn var að útskrifast úr Barry háskólanum í Bandaríkjunum eftir 3 ár þar sem hann vann mörg verðlaun og var einn besti leikmaður í sögu Barry.
Núna er hann að fara að spila tvo landsleiki í undankeppni HM og hefja síðan atvinnumennsku í Frakklandi.