Elvar í New York Post
Íslendingarnir vekja athygli í Brooklyn
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson er strax byrjaður að vekja athygli í New York borg, þar sem hann leikur körfubolta með LIU háskólanum í Brooklyn. Hann var ásamt Martin Hermannssyni í viðtali við hið þekkta dagblað, New York Post, um helgina. Þar er m.a. farið yfir feril strákanna sem hafa þekkst allt frá því að þeir voru hvítvoðungar.
Það er skemmtilegt að segja frá því að talað er um að Elvar komi frá 10.000 manna samfélagi þar sem séu 12 veitingastaðir. Strákarnir voru báðir í byrjunarliðinu í fyrsta leik tímabilsins sem fram fór á dögunum. Þar stóðu þeir sig með prýði. Næsti leikur liðsins er n.k. fimmtudag gegn liði Stony Brook.
Sjá viðtalið í heild sinni hér.