Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar Friðriksson með stórleik
Föstudagur 13. september 2013 kl. 09:55

Elvar Friðriksson með stórleik

Tvöfaldur Njarðvíkursigur í Lengjubikarnum

Njarðvíkingar unnu í gær 98-68 sigur á Haukum í Lengjubikar karla í körfubolta á heimavelli sínum. Sigurinn nokkuð öruggur og þægilegur, en það sem vakti helst athygli í Ljónagryfjunni í gær var framistaða bakvarðarins Elvars Friðrikssonar. Elvar gerði sér lítið fyrir og skoraði 44 stig í leiknum, gaf 10 stoðsendingar, stal 6 boltum og hirti 5 fráköst.

Tölfræðin hjá Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 44/5 fráköst/10 stoðsendingar/6 stolnir, Nigel Moore 22/6 fráköst/6 stolnir, Óli Ragnar Alexandersson 7, Maciej Stanislav Baginski 6/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 6/8 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 5/5 fráköst, Ágúst Orrason 4/6 fráköst, Magnús Már Traustason 2, Brynjar Þór Guðnason 2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kvennalið Njarðvíkur átti ekki í miklum vandræðum með Fjölniskonur sem komu í heimsókn til Njarðvíkur. Lokatölur 68-50 fyrir grænar þar sem nýju leikmaðurinn, Jasmine Beverly var atkvæðamest með 12 stig og 9 fráköst.

Tölfræðin hjá Njarðvík: Jasmine Beverly 12/9 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 9/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 8, Heiða B. Valdimarsdóttir 7, Sara Dögg Margeirsdóttir 7, Salbjörg Sævarsdóttir 7/7 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 6/6 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 4, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 3, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 3, Ásdís Vala Freysdóttir 2/5 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 0/7 fráköst.