Elvar fór á kostum í sögulegum titli
Njarðvíkingurinn með 27 stig og 10 stoðsendingar
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fór fyrir liði Barry skólans þegar þeir tryggðu sér sinn fyrsta deildarmeistaratitil í sögu skólans, í háskólakörfuboltanum í Sunshine State deildinni.
Elvar Már skoraði 27 stig, gaf 10 stoðsendingar, stal fjórum boltum og varði þrjú skot í leiknum sem vannst 98:88 en mótherjinn var Florida Southern skólinn.
Hey @BarryUniversity, get your groove on with @BarryUMBB -- your 2017 @D2SSC regular season champs. #D2SSC #GoBarryBucs pic.twitter.com/Iy15oedoUx
— BarryU Athletics (@GoBarryBucs) February 23, 2017