Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar fór á kostum í sögulegum titli
Fimmtudagur 23. febrúar 2017 kl. 14:15

Elvar fór á kostum í sögulegum titli

Njarðvíkingurinn með 27 stig og 10 stoðsendingar

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fór fyrir liði Barry skólans þegar þeir tryggðu sér sinn fyrsta deildarmeistaratitil í sögu skólans, í háskólakörfuboltanum í Sunshine State deildinni.

Elvar Már skoraði 27 stig, gaf 10 stoðsendingar, stal fjórum boltum og varði þrjú skot í leiknum sem vannst 98:88 en mótherjinn var Florida Southern skólinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024