Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar bestur í deildinni - enn einn stórleikurinn
Fimmtudagur 2. mars 2017 kl. 09:35

Elvar bestur í deildinni - enn einn stórleikurinn

Draumatímabil Njarðvíkingsins

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var valinn besti leikmaður Sunshine State deildarinnar í háskólaboltanum en bakvörðurinn hefur átt frábært tímabil. Elvar var valinn besti nýliðinn í deildinni í fyrra en nú bætti hann um betur. Elvar skoraði að meðaltali 16,5 stig í leik og gaf 7,8 stoðsendingar.

Í gær hjálpaði Elvar svo Barry skólanum í undanúrslit í þegar hann skoraði 20 stig og gaf 11 stoðsendingar, og tók átta fráköst í 87-84 sigri á Florida Tech skólanum. Elvar og lið hans mætir liði Palm Beach Atlantic í undanúrslitunum á laugardag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024