Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elvar atkvæðamestur í sigri Barry
Fimmtudagur 1. desember 2016 kl. 13:35

Elvar atkvæðamestur í sigri Barry

Myndband: Glæsileg tilþrif frá bakverðinum

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson leiddi lið Barry háskólans til sigurs gegn liði NSU í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær. Leiknum lauk með 79:73 sigri Barry en Elvar var stigahæstur í sínu liði með 23 stig. Elvar er næst stigahæstur í liðinu á þessu tímabili með 16 stig í leik, auk þess sem hann skilar 8,5 stoðsendingum á leik, en hann leiðir liðið í þeim tölfræðiþætti líkt og í fyrra.

Hér að neðan má sjá tilþrif frá leiknum en þar má m.a. sjá glæsilega körfu frá Elvari þegar hann jafnar leikinn í 60:60.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024