Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elsa varði heimsmeistaratitilinn
Heimsmeistarinn Elsa Pálsdóttir á verðlaunapalli. Myndir af Facebook-síðu Massa
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 20. október 2022 kl. 07:19

Elsa varði heimsmeistaratitilinn

– Hörður hafnaði í fjórða sæti

Kraftlyftingakonan Elsa Pálsdóttir varði heimsmeistaratitil sinn á heimsmeistaramóti öldunga sem fram fór í St. Johns í Kanada á dögunum. 

Elsa varð heimsmeistari í -76 kg. flokki M3 með seríuna 132,5-65-160 = 357,5. Fékk gull í hnébeygju, réttstöðu og samanlögðu og silfur í bekkpressu. Elsa var með persónulega bætingu og bætingu á Íslandsmeti í bekkpressu í flokkum M3 og M2 og í síðustu tilraun reyndi hún að bæta eigið heimsmet í hnébeygju en það hafðist ekki í þetta sinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hörður tekur við silfurverðlaunum í bekkpressu.


Hörður Birkisson keppti í -74 kg. flokki M3 og lenti í fjórða sæti með tölurnar 155-90-185=430 kg. Hörður hampaði silfurverðlaunum í bekkpressu.

Stórglæsilegur árangur hjá Elsu og Herði sem keppa fyrir hönd Massa, kraftlyftingadeildar UMFN.