Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Elsa Pálsdóttir með Íslandsmet
Elsa að lyfta 157,5 kg og bæta heimsmetið í réttstöðulyftu á Evrópumótinu fyrr í sumar. Skjáskot af YouTube-síðu Czech Powerlifting
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 30. ágúst 2021 kl. 10:32

Elsa Pálsdóttir með Íslandsmet

Kraftlyftingakonan Elsa Pálsdóttir bætti Íslandsmeti í safnið um helgina þegar hún sigraði -76 kg. flokkinn í klassískri bekkpressu.

Elsa lyfti 62,5 kg. sem er Íslandsmet í hennar aldurs- og þyngdarflokki (hún keppir í flokki 60-69 ára undir 76 kg.).

Elsa hefur sett stefnuna á heimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum sem fer fram í Svíþjóð í næsta mánuði en Elsa varð Evrópumeistari fyrr í sumar og setti auk þess fimm heimsmet og fimm Evrópumet á Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum, hún varð að auki stigahæsti öldungurinn í sínum flokki þvert á þyngdarflokka.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í færslu á Facebook sagði Elsa:

„Um helgina bætti ég Íslandsmeti í safnið mitt þegar ég vann -76 kg. flokkinn á ÍM í klassískri bekkpressu. Þetta var mikill léttir því ég hef gert þónokkrar tilraunir við þessa blessuðu þyngd og ítrekað vantað herslumuninn á því að ná henni upp. Loksins tókst það 😊 Handan við hornið er stórt og spennandi verkefni því stefnan er sett á HM í klassískum kraftlyftingum í Svíþjóð í september💪 Það verður áskorun sem ég vonandi mun tækla með sóma 💪💪💪