Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elmar Þór konungur götunnar
Föstudagur 17. júlí 2015 kl. 13:06

Elmar Þór konungur götunnar

-hörð barátta í öllum flokkum

Keflvíkingurinn Elmar Þór Hauksson fór með sigur af hólmi í King of the street keppni Kvartmíluklúbbsins í flokki bíla sem fram fór í blíðskaparveðri í Kapelluhrauni laugardaginn 11 júlí sl.

Hörð barátta var í öllum flokkum settu menn góða tíma.

Nýtt keppnisfyrirkomulag var á King of the street í ár og virtist það gera keppnina meira spennandi að sögn mótshaldara. Fyrirkomulagið reynir meira á ökumanninn og gerir mönnum erfitt fyrir að draga upp andstæðinginn eftir start þótt þeir hafi meira afl.
Elmar Þór Hauksson

Elmar Þór og bíll hans Valiant
Ljósmynd B&B Kristinsson.
 
Úrslit úr flokkunum:
Radial
1. Tómas Einarsson
2. Daníel Hinriksson
 
DOT
1. Jón Bogar Loftsson
2. Daníel G. Ingimundarson
 
Outlaw
1. Elmar Þór Hauksson
2. Kristján Finnbjörnsson
 
Standard hjól
1. Guðmundur Guðlaugsson
2. Birgir Kristinsson
 
Modified hjól
1. Ragnar Einarsson
2. Björn Sigurbjörnsson
 
King of the street
Bílar
Elmar Þór Hauksson
 
Mótorhjól
Ragnar Einarsson
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024